Það getur verið vandasamt verk að velja réttu gjöfina handa nýbökuðum foreldrum. Hreidur.is býður upp á ósklista þar sem foreldrar geta sjálfir valið og sett inn það sem þá vantar eða langar í fyrir barnið.
Til þess að stofna listann á síðunni þarf innskráning að vera fyrir hendi og svo er vörum bætt á listann með því að velja hnappinn setja í gjafalistann sem er við hverja vöru. Foreldrar velja svo hvort þau kjósi að hafa listann opinn fyrir öllum á heimasíðunni eða hvort þau deili honum bara með sínum nánustu.
Fjögur einföld skref sem þarf að fylgja við stofnun gjafalistans á hreidur.is:
1. Innskráning efst uppi á forsíðu til vinstri
2. Velja vörur á listann með því að smella á hnappinn setja í gjafalista við vöruna sem óskað er eftir.
3. Velja gjafalistann á þínu svæði og skrá upplýsingar um þau sem stofna gjafalistann
4. Deila lista meðal vina og vandamanna